Bakkus um borð
Miðvikudagur, 30. júní 2010
Haha þá stígur ekki vitið þessa drengi.
Hef alltaf haft það fyrir reglu að hegða mér eins og kórdrengur þegar ég ferðast utan minna eyja.
En svona er þetta með fólk sem missir stjórn er Bakkus(áfengi) kemur um borð.
Skynsemi og rökhyggja þá eiga ekki mörg orð.
Verðandi viðskiptafræðingur í víni.
![]() |
Íslendingar ákærðir í Mílanó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Loksins getum við notað hljómskálagarðinn
Miðvikudagur, 30. júní 2010
Veðurguðirnir hafa greinilega eitthvað verið ósáttir við þennan innblástur.
En það kemur þó varla að sök þar sem fyrir vikið fá fleiri tækifæri á að njóta. Auk þess sem nú loksins fær maður ástæðu til þess að fara í hljómskálagarðinn.
Þegar maður hugsar til baka, þá held ég að maður hafi aldrei stigið fæti inn á þetta blessaða tún.
Held að það megi nú gera ráð fyrir töluverðum fjölda þar sem þeir voru að ég held að áætla að 2-3000 manns myndu mæta undir Eyjafjöll
Annars verð ég samt að segja með hljómskálagarðinn. Af hverju er þessum blett ekki ráðstafað í eitthvað uppbyggilegt fyrir borgarbúa og ferðamenn? Er þetta hugmyndaskortur eða metnaðarleysi?
![]() |
Tónleikar færðir vegna veðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eðlisfræðingurinn hún Angela
Miðvikudagur, 30. júní 2010
Á þýska þinginu sitja alls 622 þingmenn í sex flokkum. Angela Merkel hefur setið sem kanslari frá því í nóvember árið 2005. Hún Angela er eðlisfræðingur að mennt og dóttir lútherstrúa prests. Persónulega tel ég það jákvætt að Kristinlegir demókratar standi höllum fæti, en það er bara mitt álit.
Var einu sinni á keyrslu hjá forsetahöllinni í Berlín þegar Kanslarinn hún Angela var á leið í bíltúr. Það var ekki nein smá múndering á því. Mörgum götum lokað í kring og lögreglumenn á hverju strái. Það er víst svoleiðis verklagið á þessu hjá þessum stórveldum. Gera alltaf ráð fyrir því versta..
Man þegar ég var einhvern tíman að keyra hjá Perlunni þegar ég mætti Þjóðhöfðingja okkar undir stýri á einhverjum gömlum Bmw að mig minnir. Frekar fyndinn sjón..
Í sömu Berlínarferð sá ég í fyrsta skipti alvöru mótmæli. Þá voru Þjóðverjar að mótmæla á degi verkalýðsins(þetta var nú samt seint að kveldi). Var í leigubíl og lenti inn í miðri þvögu af fullvopnuðum óeirðarlögreglumönnum, ætli fjöldi þeirra hafi ekki verið á við meðalstóran hóp mótmælenda hér á Íslandi. Það var mikil lífsreynsla sem gleymist seint, man hana þó svo fremur óskýrt þar sem maður var kominn aðeins í könnu
![]() |
Merkel niðurlægð í þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland sem Brussel Norðursins
Miðvikudagur, 30. júní 2010
Ætli Össur sé á leið í trúboð til Færeyja .
Hvernig er þetta, af hverju stofnun við ekki bara okkar eigið bandalag hérna á Norðurslóðum.
Gerum Ísland að Brussel Norðursins.
![]() |
Össur heimsækir Færeyinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að nudda kristalkúluna mína
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Nuddaði kristalkúluna mína áðan.
Hún sagði mér að þetta peningakerfi sem þeir eru að spila með væri ónýtt og við gætum alveg eins hætt þessu rugli og byrjað upp á nýtt.
"Bandaríkjaforseti, Barack Obama, með formann bankastjórnar Seðlabanka Bandaríkjanna, Ben Bernanke, sér við hlið, reyndi að sannfæra markaðinn um að hagkerfið væri á réttri leið þrátt fyrir slæmar fréttir af mörkuðum í dag. Hann viðurkenndi þó að miklar efasemdir væru um batann og hversu hraður hann yrði."
Þeir reyna að sannfæra markaðinn um að allt sé í lagi, en eru þeir sjálfir sannfærðir?
![]() |
Hlutabréfamarkaðir í frjálsu falli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kínverski drekinn
Þriðjudagur, 29. júní 2010
SINOPEC er ekki nein smá smíði, hjá þeim starfa sem nemur tvöföldum fólksfjölda Íslensku þjóðarinnar eða hátt í 640 þúsund manns.
Fyrirtækið vermir efsta sæti á lista 500 stærstu fyrirtækja Kína.
Mann skal nú ekki undra að Kínverjar hafi áhuga á Drekanum okkar.
Drekinn er eina goðsögulega dýrið í Kínverska almanakinu og hefur hann mikið táknrænt gildi fyrir Kínverjum.
![]() |
Ræddi drekasvæðið í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Nú getur Jón Ásgeir farið í stríð
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Jæja þá er hringrásavíkingurinn kominn með peninga til þess að fara í stríð við slitastjórnina. Held að óhætt sé að fullyrða að hann muni leggja allt í sölurnar, hann mun berjast fram í rauðan dauðan eins og maður segir.
Hann hefur nefnilega engu að tapa.
Blekkingar og brellur eru hans ær og kýr. Hann framkvæmir þær af mikilli kunnáttu.
Fróðlegt væri að vita hvort hann sé sjálfur heilinn að baki þeim eða einhver annar...
![]() |
Kyrrsetning felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ósýnleg fangelsi
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Mannssal er vaxandi vandamál í heiminum í dag. Það eru margir sem lifa í þeirri einfeldni að halda þrældóm vera deyjandi stétt. Nei því fer fjarri, þrældómur er þvert á móti ein af vaxandi "iðngreinum" heimsins.
Þrældómur er ekki bara hluti af "kynlífiðnaði" heldur er hrein vinnuþrælkun vandamál sem lítið er talað um, sú sök liggur oft hjá stórfyrirtækjum sem halda úti vinnumönnum í þriðjaheimsríkjum. Þessi þrældómur liggur í skammarlega lágu kaupi.
Svo er það auðvitað það sem kalla mætti "nýsköpun" í þrældóm, vaxta og skulda þrældómur. Þangað liggur leið margra Íslendinga ef þeir gera ekki eitthvað róttækt...
Svo má ekki gleyma andlegu fangelsi mannsins, en það er önnur saga að segja.
Svo ég vitni í Johann Wolfgang Von Goethe
"None are more hopelessly enslaved than those who falsely belive they are free"
![]() |
Græða 393 milljarða á mansali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skapandi hugsun Íslendinga
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Þetta er mjög jákvætt innlegg af hálfu ríkisvaldsins, það er gott að vita að eitthvað séu þeir þó að gera að viti. Allt það sem ýtir undir skapandi hæfileika landsmanna ber að fanga.
Um það er ég sannfærður að skapandi hæfileikar Íslendinga munu leiða okkur á rétta braut. Að horfa út fyrir kassann er eina leiðinn til þess að við náum að hífa okkur upp úr þeim forarpytt sem við dúsum nú í.
Skapandi hugsun gerir okkur kleift að sjá hlutina frá nýju fersku sjónarhorni. Skapandi hugsun fer fram í hægri hluta heilans. Með aukinni skapandi hugsun fæðast fleiri hugmyndir í gegnum huga okkar og því setjum við meira magn af sprotum út í raunveruleikan.
Því meiri nýsköpun sem verður til í hugum okkar því fleiri sprotar byrja að vaxta. Góðir sprotar eiga möguleika á að verða að stórum stofnum sé rétt að þeim hlúð.
Mjög jákvætt er hversu mörg sprotasetur hafa sprottið frá því kreppti að hér á landi. En ég verð þó að gangrýna þá skammarlega lágu upphæð sem ríkið deilir út til Nýsköpunarmiðstöðvarinnar og í sprotasjóði.
Á tímum sem þessum eigum við að dæla gríðarlegu fé í allt sem heitir ný-sköpun, það er almenn skynsemi.

![]() |
Hagræn áhrif skapandi greina metin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt bönkunum að kenna?
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Þetta er eflaust súrt epli fyrir marga að bíta í. Enn rýrnar eignarhlutur fólks í fasteignum sínum.
Þetta er enn eitt dæmið um afleiðingar þess falska umhverfis sem skapað var af bönkunum í hinu umtalaða góðæri.
Hafa ekki einhverjir verið að tala um að fasteignaverð hafi verið hátt í helmingi of hátt þegar hæðst lét?
Nú er spurning hversu mikið mun þetta lækka á næstu árum?
Það eru margir þættir sem spila inn í þá jöfnu.
Fyrir mínar sakir væri ég fremur stúrinn hefði ég fest fé í steinsteypu sem nú er ekki bara óseljanleg heldur hríðfallandi. Var manni ekki alltaf kennt að best væri að festa fé sitt í steypu?
Það gilda víst önnur lögmál á Íslandi í dag
Er ekki bara málið að flytja á Sigló eða eitthvað, er ekki allt að hækka þar
![]() |
Fasteignamat lækkar um 8,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)