Ávinningur blóðgjafa
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Að gefa blóð er ávinningur á alla vegu. Ávinningurinn er ekki aðeins fólginn í vellíðunartilfinningunni sem felst í því að gera góðverk heldur hafa rannsóknir sýnt að þeir sem gefa blóð eigi í minni hættu á hjartasjúkdómum.
Blóðgjöf tekur stuttan tíma og bjargar mannslífum.
Ofan á það á ertu líka mæld(ur), hvort allt sé ekki eins og það eigi að vera. Svo færðu líka eitthvað gott að maula á eftir...
![]() |
Neyðarkall frá Blóðbankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skrípaleikur?
Þriðjudagur, 29. júní 2010
Þetta mál er sérstakt fyrir margar sakir.
Held að það sé nokkuð til í meintu vanhæfni Láru V. Júlíusdóttur. Það er nú varla líðandi að manneskja sem vinnur hjá sóknaraðila sæki á varnaraðila. Saksóknarar eiga jú að vera 100% hlutlausir.
En þetta væri þá varla í fyrsta skipti sem saksóknarar teldust vanhæfir...
Annars tel ég að það verði varla auðvelt mál að verjast gegn þessum ákærum, ef ríkið vill ná sínu fram þá nær það því. Oftast..
Annars er það hálf spes að hlaða salinn af lögreglumönnum, er slíkt ekki einsdæmi hér á landi?
Hefur lögreglan áður tekið vald yfir dómssal eins og hún gerði þegar verið að var taka málið hér fyrir á dögunum, þegar lögreglan ákvað hver fengi inn og hver ekki?
![]() |
Segir saksóknara vanhæfan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rán í Byr?
Mánudagur, 28. júní 2010
Auðvitað á Byr heimtingu á skaðabótum frá þessum mönnum. Þeir báru jú ábyrgð, og fengu borgað eftir því.
Hvernig var það samt með þá sem dældu milljörðunum út úr Byr á sínum tíma, eiga þeir ekki að borga neinar skaðabætur?

![]() |
Byr fer fram á skaðabætur frá hinum ákærðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Írafells Móri
Mánudagur, 28. júní 2010
Ekki var það í þetta sinn hann Írafells Móri sem hræddi Erp til áfallastreitu, heldur var það rapparinn.
Við skulum vona að hann Erpur hafi notið vel af þessari áfallahjálp, og nái sér hið fyrsta. Áfallastreyta er ekkert grín, hún getur haft mikil áhrif á líf fólks.
Persónulega held ég að lengi megi deila um alvöru þessara árásar. Hvort tilgangur Móra hafi verið að leiða til áfalls eða dauða.
Það eitt veit Móri...

![]() |
Erpur fær ekki réttargæslumann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Staða Gísla Marteins
Mánudagur, 28. júní 2010
Held að það sé nokkuð ljóst að hann Gísli Marteinn sé nú knúinn til þess að segja af sér.
Sem persóna er ekki mikið út á Gísla að setja, hann er metnaðarfullur og framagjarn maður sem eflaust á erfitt með að slíta sig frá þeim ferli sem hann hefur gert sér í hugarlund. En styrkmálinn eru þess eðlis að ekki verður fram hjá þeim litið
Það er þó svo að tvennt sé í stöðunni segi hann ekki af sér.
Annað er að hann haldi sér fast í þeim stormi sem nú er, að stormurinn lægi og hlutirnir falli í gleymsku dá.
Hitt er að hann haldi sér nauðarhaldi í rokinu en það hættir ekki að blása. Það mun leiða til þess að hann þarf á endanum að segja af sér með mun verri hætti mannorðslega séð heldur en ella.
Hvaða leið hann velur er undir honum komið, nú verður hann að velja um það á hvað hann veðjar. Munu þessir vindar blása eða mun lægja í bráð?
Algerlega er þó ljóst að sé litið til hagsmuna Sjálfstæðisflokksins þá ber honum að víkja.

Svo má eflaust deila lengi um það hvort þessi styrkmál séu stormur í vatnsglasi
![]() |
Gefur skilaboðunum gaum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fíkniefna fé í hagkerfinu
Mánudagur, 28. júní 2010
Óskum lögreglunni til hamingju með þetta, hún er þá greinilega að gera eitthvað meira en að þefa uppi blómabændur
Annars hefði þessi sending gert einhvern eða einhverja mjög efnaða. Það fjármagn hefði án nokkurs vafa verið notað til þess að flytja inn meira magn af efnum. Amfetamín er eitt af því skaðlegasta sem fólk lætur í líkama sinn.
Í dag verðum við að hafa auga með því hversu mikið af fíkniefnafé rennur inn í hagkerfið. Nú er nefnilega tími fyrir þá sem hafa safnað að sér svörtu fé í langan tíma til þess að fjárfesta...

![]() |
20 lítrar af amfetamíni í Norrænu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Bretar voru hvatamenn að stofnun EFTA
Mánudagur, 28. júní 2010
EFTA eru fríverslunarsamtök á milli fjögurra Evrópskra landa, þ.e. Ísland Noregs Sviss og Liechtenstein. Ísland hóf þátttöku í þessu samstarfi árið 1970. Ef ég man rétt þá voru það Bretar sem voru hvatamenn að því að stofna þessi samtök 1959. Helstu markmið EFTA Var að koma á tvíhliðafríverslunarsamning á milli EFTA ríkja og ESB ríkja með iðnaðarvöru
Ætli Bretar hafi náð að troða inn sínum sendisveinum þar eins og annar staðar?
![]() |
Vekur upp spurningar um hæfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú skulu stjórnvöld hlusta
Mánudagur, 28. júní 2010
Þetta er rétt ályktun hjá hagsmunasamtökum heimilanna, en þó tel ég fremur ólíklegt að ríkið þori nokkuð að aðhafast. En sé ríkinu alvara með umhyggju sinni fyrir litla manninum þá skal það taka þessa ályktun alvarlega til greina.
Íslenskur almenningur mun ekki líða það að fjármálastofnanir fari í gjaldþrot án þess að greiða til baka ólögmætan hagnað.
Það er deginum ljósara að fyrirtæki á borð við Lýsingu og fleiri verði látinn rúlla á hliðina.
Munið þið eftir frasanum, "Við ætlum að slá skjaldborg yfir heimilin í landinu" Hvílíkt grín...

Hvet fólk til að skoða: http://www.heimilin.is
![]() |
Skora á stjórnvöld að frysta eignir fjármálafyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Það er Samfylkingin sem hefur þrengt stöðu sína
Mánudagur, 28. júní 2010
Auðvitað er sjálfstæðiflokkurinn búinn að þrengja stöðu sína, það þarf þó ekki að vera svo slæmt. Hann er jú bara búinn að útiloka samstarf við ESB flokkinn. Þar með er hann búinn að koma stöðu sinni á hreint
Samfylkingin er sú sem hefur þrengt stöðu sína, hún er eiginlega bara kominn í spennitreyju, það er gott að vita. Hlaut að koma að því fyrr eða síðar.
Samfylkingin vill skilyrðislausa aðild að ESB látið ekki blekkjast þó þau segi annað, orð er orð og oftar en ekki eru þau innantóm. Það segir mér enginn að Samfylkingin muni hafna þeim samning sem okkur verður boðinn, hvort sem hann verður góður eða slæmur.
Það er fásinna að láta flokk með glampa í augunum fyrir aðild leiða fyrir okkur samningaviðræður. ESB flokkurinn mun ekki hafna "himnaríki" bara vegna þess að það er ekki innréttað eftir hans höfði.
Þetta er allavega mín skoðun..
![]() |
Þrengir ekki stöðu Sjálfstæðisflokksins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað boðar landstjórinn?
Mánudagur, 28. júní 2010
Nú verður fróðlegt að sjá hvað landstjórinn boðar okkur. Án efa mun dómur Hæstaréttar bera á góma. Ætli það verði einhverjum ótta sáð í samfélagið? Örugglega..
Hvað er það samt með þessar sífelldu endurskoðanir. Er þetta ekki einsdæmi að fjármálastofnun bjóðist til þess að lána en bætir inn því ákvæði að hún áskilji sér rétt til þess að endurhugsa það reglulega hvort hún ætli að veita allt lánið?
![]() |
AGS boðar blaðamenn á fund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)