Afhverju lögðu stjórnvöld ekki upp í ímyndarherferð?
Sunnudagur, 7. nóvember 2010
Það skal engan undra að ímyndin sé eins og hún er.Erlendir fjölmiðlar komast óáreittir upp með að fara með dylgjur og lygar um Ísland og Íslendinga. Ef að fólkið við völd hefði haft viljann til og forgangsröðun á hreinu þá hefðu stjórnvöld haldið úti viðvarandi ímyndarherferð frá því hrunið átti sér stað. En svona er þetta bera þegar einhæft kerfisfólk sem kann ekki að hugsa út fyrir ramman ræður ríkjum.
Ímynd Íslands í molum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stríðið við sannleikann
Laugardagur, 23. október 2010
Hversu oft geta bandarísk stjórnvöld kallað úlfur áður en fólk hættir alveg að taka mark á þeim?
Hversu mikið þarf að moka af blekkingum yfir þessi glæpaverk (stríð) til þess að fólk sjái sannleikann?
Í stríð við sannleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Neðanjarðar efnabrunar boða aldrei gott
Laugardagur, 23. október 2010
"Sérfræðingar HS Orku kynntust nýrri tækni í samskiptum við fulltrúa Magma Energy sem orðið er aðaleigandi fyrirtækisins"
Aðferðin felst í að beitt er snöggum efnabruna sem myndar háan þrýsting
Hvaða efnum er þarna verið að dæla í jörðina? Er þetta eitthvað sem telst umhverfisvæn aðferðarfræði? Viðheldur þetta sjálfbærni? Maður spyr sig...
Er nýlega búinn að horfa á sláandi heimildarmynd sem heitir Gasland. Myndi segja að líkindi væru á aðgerðarfræði þeirri sem notuð er það þó verið sé að bera saman epli og appelsínu.
Tundurskeyti brennt til örvunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Neðanjarðar efnabrunar boða aldrei gott
Laugardagur, 23. október 2010
"Sérfræðingar HS Orku kynntust nýrri tækni í samskiptum við fulltrúa Magma Energy sem orðið er aðaleigandi fyrirtækisins"
Aðferðin felst í að beitt er snöggum efnabruna sem myndar háan þrýsting
Hvaða efnum er þarna verið að dæla í jörðina? Er þetta eitthvað sem telst umhverfisvæn aðferðarfræði? Viðheldur þetta sjálfbærni? Maður spyr sig...
Er nýlega búinn að horfa á sláandi heimildarmynd sem heitir Gasland. Myndi segja að líkindi væru á aðgerðarfræði þeirri sem notuð er það þó verið sé að bera saman epli og appelsínu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþýðan borgar
Mánudagur, 18. október 2010
"Ef ég væri ráðherra í ríkisstjórninni þá hefði ég kosið að yfirgefa starf mitt"
Það er alveg klárt mál að þessi ríkistjórn mun halda í stóla sína eins og smábarn heldur utan um leikfang sitt.
"Hún segir íslensku bankanna verða að taka á sig sökina fyrir þá óreiðu sem þjóðin sitji nú í "
Bankaveldin á Íslandi koma ekki til með að taka á sig neina sök. Alþýðan borgar.
Bankarnir taki á sig sökina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Embættismönnum sem ranglega telja sig hafa umboð
Mánudagur, 18. október 2010
"ég efast ekki um að eru komnar frá embættismönnum sem ranglega telja sig hafa umboð til að ráðskast með stjórnsýsluna,
Fróðlegt væri að vita hvaða embættismenn það eru innan stjórnsýslunar sem reyna að taka sér vald í hönd sem þeir ekki hafa. Það er allt of mikið af smákóngum í þessu landi sem halda sig meira en þeir eru...
Ögmundur: Ekkert óðagot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikil verðmæti í því fólgin fyrir ESB
Sunnudagur, 17. október 2010
"Það yrðu mikil verðmæti í því fólgin fyrir ESB að Ísland myndi ganga í sambandið"
Það þarf ekki Evrópuþingmann til þess að segja okkur að sambandið myndi græða mikið á því að innlima okkur. En hvað okkur Íslendinga varðar þá er okkur best borgið til langtíma utan ESB.
Eva Joly: Ísland á að ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Leikarar og grínistar við völd
Laugardagur, 16. október 2010
Hversu lengi höfum við efni á því að borga leikurum og grínistum fyrir að stjórna landinu?
Væri ekki meira vit í því að fá fagmenntað og hugsandi fólk til valda?
Það er hálfgert grín að horfa upp á þessa vitleysu...
Leikritinu er lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Umboðsmaður skuldara, leppur fjármálafyrirtækjanna?
Laugardagur, 16. október 2010
Held að það sé nú verið að draga fleiri en Hagsmunasamtök heimilanna á asnaeyrunum.
"umboðsmaður skuldara er lítið annað en leppur fjármálafyrirtækjanna til að afklæða fólk síðustu spjörunum áður en það er leitt nakið í 3 til 5 ára þrælkun fyrir fjármálafyrirtækin."
Aðgerðir í þágu almennings virðast að stórum hluta vera sett fram til þess að sýnast og eru þær langt frá því að gagnast meirihluta skuldara. Aðgerðirnar koma manni þannig fyrir sjónir að hægt sé að líkja árangri þeirra við það að pissa í buxurnar til þess að halda á sér hita.
Það virðist hvorki vera vilji né kjarkur til þess að gera eitthvað róttækt. Róttækar aðgerðir eru það eina sem getur bjargað heimilunum í landinu. Á meðan stjórnvöld taka ákvarðanir þar sem fjármálaelítan er höfð ofar í forgangsröðuninni þá eiga skuldugir Íslendingar aðeins tvo raunhæfa valkosti.
Að flýja land eða rísa upp og berjast fyrir rétti sínum. Seinni kosturinn væri sá fýsilegi.
Ef stjórnvöld fara ekki að breyta til í forgangröðuninni og skipa sér í lið með almenning þá eru þau án efa að kalla yfir sig byltingu...
Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Smá útrás
Föstudagur, 15. október 2010
Bæði ætla ég að bauna hér og fá smá útrás og um leið að hvetja fólk til þess að kynna sér hina grænu útrás sem Íslendingar standa frammi fyrir.
Gera Íslendingar sér almennt grein fyrir því hversu mikið raunvirði er á bak við græna orku á tímum þeim er við nú lifum á? Við eigum að nýta til fulls þá mannauðlind okkar sem þekkinguna hefur til þess að nýta þessar auðlindir á sjálfbæran máta. Sóknarfærin eru víða þar sem Græn orka á eftir að verða margfalt verðmætari áður en um of langt líður.
Það er mikið til af vakandi fjármagni í heiminum sem bara bíður þess að fá festa sig og elta okkar verðmætu jarðauðlindir. Á tímum þar sem má braska með umhverfiskvóta þá getum við sterklega gert ráð fyrir því að allt kapp verði lagt á grænan iðnað. Það þýðir að þangað munu stóru fjárfestar heimsins leita sem þýðir að sú hrávara mun á heimsmarkaði hækka gríðarlega í verði.
Ef við játum á okkur Icesave og kvittum upp á dóminn sem verið er að kúga upp á okkur þá verður fróðlegt að sjá hversu lengi arður af þessum auðlindum okkar mun forganggraðast í þágu þjóðarinnar, en ekki í átt að vaxtahlekkjum. Að ógleymdri áhættunni á bak við gjaldþrot þjóðarbúsins sem er fyrir Icesave að mig minnir sirka 20%.
Við skulum bara krossleggja fingur og vona að fólkið í landinu verði búið að taka við völdum áður en óvitarnir á þingi gera einhver mistök sem ekki verða tekinn til baka. Hreyfinginn kallaði í dag eftir neyðarstjórn sem er miðað við ástandið í þeirri stjórnarkreppu sem nú ríki lífsnauðsynlegt fyrir Íslenska þjóð.
Maður verður hugsi yfir því hvort þetta lið á þingi sé virkilega enn að móta áætlun tveimur árum eftir hrun og eru varla komnir lengra en þetta. Áætlun virðist í grófum dráttum vera svona. Fá lán til að borga af láni og borga þangað til baukurinn er tómur og missa svo allt í þrot. Sem sumum óvitum finnst vera í lagi þar sem þeir þurfa hvort eð er ekki að svara fyrir mistök sín ef fram fer sem horfir.
Ekki er hægt að líða þesskyns vinnubrögð að stjórnmálamenn tali í hringi án þess að vera fært um að taka sjálfstæðar meðvitaðar ákvarðanir byggðar á þekkingu og innsæi. Að ekki skuli vera við völd í landinu fólk sem vinnur að heilindum fyrir alþýðuna því hún er svo hrædd við hrægammana sem halda þeim undir árvökulu auga. Það er ekki líðandi að fjármálaelíta/stofnanir séu teknar fram yfir lýðinn þegar kemur að ákvarðanatöku.
Hvernig er hægt að ætlast til þess að fólk sem getur ekki hugsað upp og skipulag heilstæða áætlun A sé fært um að nota Bismarck stílinn og setja fram áætlun B. Áætlun sem hugsanlega væri tengd því að gefa frat í þetta meingallaða svikamyllukerfi sem kallað er fjármálakerfi og sleppa því að borga það sem við eigum ekki að borga. Á meðan við höldum þeirri stefnu sem nú er róið í átt að þá munum við sigla í fjármálakerfi sem er án jafnvægis og verðum við því eins og hægsökkvandi bátur úti á rúmsjó. Við skulum bara vona að það sé ekki ómeðvituð hugsun stjórnmálamanna að leggja allt undir og treysta því svo bara að fjármálarisinn(ESB) grípi okkur ef þeir klúðra málunum...
Hvet alla til að skoða þær tillögur sem þessi hópur setti saman um útbætur á fjármálakerfi Íslands.
http://video.hjariveraldar.is/ifri.html
Orkumálaráðherra Rússlands væntanlegur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)