Táknræn mynd
Fimmtudagur, 23. september 2010
Já þetta eru fulltrúar okkar á alþjóðavettvangi. Þessi mynd er svolítið táknræn fyrir ástandið hér á Íslandi. Allir þeir sem eiga að stjórna landinu virðast hálf sofandi við stýrið og bíða eftir því að lenda í strandi.
Er ekki lágmark að ráðamenn þjóðarinnar séu vakandi við störf sín fyrir almenning?
Össur bíður eftir komast til himnaríkis í Brussel því hann veit að þar getur hann sofið til eilífðar á fullu kaupi
Dottuðu undir ræðu Mugabe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fjárglæframenn mergsugu sjóði Íslensku þjóðarinnar
Fimmtudagur, 23. september 2010
Það hurfu 6.000 til 7.000 milljarðar króna úr bankakerfinu
Hvert fóru allir peningarnir?
Er öruggt að þessir peningar finnist á endanum?
Ég veit það ekki. Ég get ekki svarað því. Bretar vita ef til vill svarið.
Landráðsmenn og erlendir samstarfsmenn mergsugu sjóði Íslensku þjóðarinnar. Þeir rændu hana ekki bara fé heldur einnig æru og stolti. Nú búa margir þessara manna í skjóli Bretaveldis og lifa þar eins og kóngar, á meðan stór hluti þjóðarinnar sér fram á eymd og sult fyrir þeirra glæfraverk.
Eftir svikamilluna, hringrásarvitleysu og uppskáldaða viðskiptavild situr Íslenska þjóðin eftir ráðalaus, sár og svekkt. Ekki nóg með að þjóðin sé búinn að tapa sínum digru sjóðum heldur situr hún eftir að ósekju með bakreikning í þokkabót sem Bretar og Hollendingar (og að því virðist Íslenskir ráðamenn) eru að reyna hlekkja við hana. Skuld sem þjóðin á ekki að borga.
Nú sitja hinir langkúguðu Íslendingar eftir heima í sófanum, vælandi og vorkennandi sjálfum sér í stað þess að rísa upp og ganga á eftir réttlæti... Einhver hvíslaði því hér um daginn að Íslendingar myndu láta í sér heyra þann 10.10.2010 þegar Alþingi kemur saman á ný.
Blekkingarnar og ruglið sem áttu sér stað fyrir hrun eru að miklu leyti enn við líði með þöglu samþyki ráðamanna. Íslenska þjóðin hefur ekki efni á að líða til lengdar spillt fjármálakerfi og vanhæfa ráðamenn.
Á Íslenska þjóðinn ekki betra skilið?
Maður spyr sig...
Er ekki kominn tími á að fólkið í landinu taki stjórn á landinu?
900 milljarðar í óefnislegum eignum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ragnarökkur
Fimmtudagur, 23. september 2010
"Ødegaard varar við því að jörðin verði myrkuð svo mánuðum skiptir"
Maðurinn er svo lítill þegar hann stendur andspænis náttúru...
Ætli þetta sé hið umtalaða Ragnarökkur?
Ef/þegar allt rafkerfi dettur út í marga mánuði, þá fyrst verður fjandinn laus...
Jörðin gæti myrkvast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skýr stefna,vilji, þrautseigja, von og trú
Sunnudagur, 19. september 2010
Þessi afreksmaður sannar það að hafi maðurinn trú á því sem hann ætlar sér að gera, þá getur hann í raun allt sem hann dreymir um.
Það eina sem þarf til þess að gera draum að veruleika er skýr stefna,vilji, þrautseigja, von og trú...
Ótrúlegt afrek fatlaðs manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hugleysi stjórnmálamanna er algjört
Laugardagur, 18. september 2010
Þessu fólki er ekki viðbjargandi.
Er ekki kominn tími til þess að þetta lið taki sér bara frí?
Það veldur okkur eflaust minni skaða við það að gera ekki neitt.
Nóg er nú búið að gera að því frá hruni....
Steingrímur: Íslendingar munu borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nokkrar spurningar að spyrja
Laugardagur, 18. september 2010
Ákvað í flýti að henda í smá bréf þar sem það virðist vera hálf viðeigandi miðað við þær aðstæður sem Íslendingar eru að upplifa í því rúmi sem þeir eru nú staddir í á þeim tíma sem nú líður.
Við erum að upplifa örlaga tíma þar sem hver ákvörðun stjórnvalda sem og einstaklinga er varðar framtíðina þarf að vera gaumgæfilega athuguð áður en hún er tekinn þar sem verið er að veðja með hag heildarinnar.
Svo maður tali bara hreint út á góðri íslensku. Sá maður er ekki spyr réttu spurninganna mun sjaldnast finna réttu svörin.Ef maður spyr sig ekki þeirra grundvallar spurningar sem á brenna að hverju sinni þá mun maður aldrei fá réttu svörinn. Í dag þurfum við að spyrja okkur hvort það sem við erum að gera sé raunverulega að virka? Ef svarið er nei þá verðum við sameiginlega að hugsa okkur vel um hvað sé til ráða. Það er ófrávíkjanlegt lögmál að þegar maður hefur gert það sama í langan tíma án þess að það virki, þá mun það líklega ekki virka þó maður haldi áfram að gera það.
Það skiptir engu máli hversu oft maðurinn gengur á vegg, hann mun ekki komast í gegnum hann. Hann verður að hafa rökhyggju til þess að hugsa um hvort ekki væri skynsamlegra að leita leiða yfir vegginn eða hugsanlega fara framhjá honum. Það er ekkert vandamál til í þessum heim sem er svo stórt að það sé ekki hægt að leysa það.
Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir fjárhagsvanda, það er ekkert nýtt. Þjóðin hefur unnið saman áður í átt að því að berjast við fátækt og hungur. Hún hefur alla burði til þess að gera það aftur. Við megum ekki halda að fjármagn sé okkar eini auður. Fjármagnið er aðeins tákn, það er verkfæri sem hentugt er að hafa. En það er þó ekki nauðsyn.
Íslenska þjóðin stendur frammi fyrir stóru vandamáli, þar sem miklu máli skiptir að við stjórnvöllin sé fólk sem hefur hæfileika og þekkingu til þess að horfa yfir heildarmyndina. Stjórnmálamenn þurfa að sjá og skilja þær atburðarrásir sem eru í gangi auk þess sem þau þurfa að fær um að afla sér þeirra upplýsinga sem þarf til þess að ekki séu teknar ákvarðanir sem leiða af sér skaðleg mistök fyrir lýðinn.
Í stjórnmálum á ekki að vera nóg að vera fólksérfræðingur(people specialist) heldur eiga stjórnmálamenn sem eru stafi sínu vaxnir að vera upplýsingasérfræðingar líka. Í íslenskum stjórnmálum eru allt of margir einstaklingar innan veggja hins háa Alþingis Íslendinga sem aðeins hafa leiklistarhæfileika og eru þeir sumir algerlega vanhæfir til þess að taka stórar ábyrgar ákvarðanir. Þeir sem aðeins geta leikið, eru oft þeir sem leiðast inn í spillingu þar sem þeim gáfaðri menn geta leitt auðveldlega á villu vegar. Sjáið bara hvernig fjármálaheimurinn náði að leiða fólk við stjórnvöllinn á villuvegar. Það er auðvelt að blindast er maður gengur á eftir gullkálfi.
Of oft eru teknar ákvarðanir af stjórnvöldum sem bitna á náttúrulegri þróun og þroska á innviði þessa samfélags sem þeim er treyst fyrir að leiða inn í velsæld og hamingju. Íslendingar verða að spyrja sig hver samfélagsleg og lýðræðislegt þróun þessa samfélags stefnir á þessum miklu umbreytingartímum sem nú eru framundan. Við erum að ganga í gegnum upphaf nýrra þúsaldarmóta.
Menn verða að líta á hlutina í víðara samhengi til þess að eiga nokkurn möguleika á að sjá heildarmyndina. Menn mega ekki festast á kortinu af raunveruleikanum og rugla því saman við raunveruleikan sjálfan. Menn verða að byrja spyrja gagnrýnna spurninga og krefjast heiðarlegra svara fá þeim frambjóðendum sem sótt hafa um starf hjá lýðnum. Það er eina leiðinn til þess að krabba-mein samfélagsins hverfi. Ef við þurfum að stokka upp til þess að uppræta meinið, þá munum við gera það í sameiningu. Best væri að taka bæði fjármála og stjórnmálakerfið í gegn alveg frá rótum.
Við verðum öll að spyrja okkur hreinskilningslega hvert siðferði og gildi eru almennt að stefna í hinu ísl-enska samfélagi sem skapað hefur verið af valdhöfum liðinna stunda. Þeirra sem hafa smám saman hleypt inn þeim menningarstraumum sem að miklu leyti hafa tekið yfir og byrgt Íslendingum sýn á sínum grundvallargildum. Á gildum forfeðrana.
Íslendingar verða að spyrja sig hver raunveruleg staða hins smáa og hraðþróandi samfélags á okkar gjöfula landi hér við heimskautsbaug er. Hvernig er staða þeirra gilda er við erfðum eftir okkar forfeður? Hver er staða heiðarleika? Trausts? Örlætis? Gestrisni? Munu hinir stóru og sterku styðja við þá litlu og veiku í samfélaginu? Er samfélagið að vinna saman sem heild að vexti þar sem allir sigra eða eru hinir sterku aðeins að berjast fyrir sig og sína hagsmuni án þess að hugsa um hag náungans? Samfélag sem stendur ekki saman, er ekki raunverulegt samfélag. Ósamstaða grefur undan öllu sem það stendur raunverulega fyrir.
Hver er stéttarstaða hér á landi? hvernig verður hún innan skamms? Er miðstéttin í útrýmingarhættu? Hvernig mun lýðræði og réttindi heildarinnar þróast innan í maga hins stóra "kolkrabba" sem bíður eftir okkur sem vænum bita? Íslendingar eru aðeins á þriðjahundurð þúsund en við höfum þó yfir landsvæði að ráða sem gnæfir langt yfir stærstu lönd Evrópuveldisins. Við eigum auðlindir sem geta gert okkur að hinum auðugustu ef svið spilum rétt úr okkar spilum. Við eigum í raun marga Ása á hendi, þá ber að nýta sem skyldi...
Ætlar íslenska þjóðin að skapa framtíð sína sem framleiðslusamfélag, er það framtíð sem við óskum afkomendum okkar? Er ekki skynsamlegra að stefna í átt að samfélagi skapandi og hugsandi einstaklinga? Ætla íslendingar að láta ganga yfir sig trekk í trekk bara því þeir þekkja ekkert annað?
Er hugsanlega trojuhestur kominn í kerfið sem leiðir kannski ákvarðanir stjórnvaldsins með hag fjárvaldsins umfram lýðvaldsins? Hver er forgangsröðunin þegar kemur af ákvörðunum er varða líkið af hinum fallna fjármálakerfi? Eru ákvarðanir teknar með hag heildarinnar að leiðarljósi eða eru þar hagsmunir kröfuhafa og fjármagnseiganda sem eiga orðið hálfpart stóran hluta stjórnkerfisins í gegnum fjárhagslegt vald sitt og sterkt, rótgróið hagsmunatengslanet. Hverra hagsmuna gætir hin sterka stofnun(IFM) er hefur tekið sér stóran hluta af valdakökunni í heiminum. Þeir sem sjá okkur nauðugum fyrir fjárstreymi til þess eins að viðhalda lífi í hálf dauðu, spilltu fjármálakerfi? Munu erlendir fjármagnseigendur henda til okkar brauðmola eins og hið innlenda auðafl? Munu Íslendingar kannski vakna einn daginn við þann veruleika að vera orðinn þriðjaflokks þegn?
Hvernig er komið fyrir þeim gildum eiga að leiða okkur á rétta braut?
Hvar er verið að skera niður? Hvert er "forgangsröðunargildið" þegar ákvarðanir eru teknar? Hver er það sem vegur og metur, hvar á að skera niður?Eru stjórnvöld að hugsa til langatíma eða eru þau aðeins að redda sér frá degi til dags? Að halda andliti..
Hver er stefnan ef skorið er niður í menntun og heilsu. Tveimur af grundvallar þáttum samfélagslegs vaxtar. Hver er framtíð framleiðandi þjóðar í stað hugsandi? Höfum við ekki ábyrgð að bera er varða afkomendur okkar sem og forfeður? Ætlum við að ganga til framtíðar leiðandi eða fylgjandi? Fólk verður að fara að vakna af værum blundið, fólk verður að fara hrista af sér doðann og sjá ástandið eins og það er í raun og veru.
Er Íslenska þjóðin að láta eitthvað yfir sig ganga sem hugsanlega er ákvarðað án þess að lýðurinn fái sinn rétt? Eru Íslendingar látnir víkja fyrir hagsmunum hinna stóru og sterku? Eru stjórnmálamenn þessa lands verðugir til þess að spila með framtíð Íslendinga? Eru þeir að spila út frá huganum eða hjartanu? Að spila leikinn fyrir sitt persónulega ég og sinn eigin frama eða er eitthvað fólk þarna eftir sem spilar út frá andanum, út frá hjartanu? Með hag heildarinnar að leiðarljósi.
Hversu oft mega stjórnmálamenn verða uppvísir af lygum og blekkingum? Hversu mikil mistök mega stjórnmálamenn gera sökum skorts á athygli, blindu á heildarsýn og vöntun á upplýsingum? Hversu vanhæft þarf fólk að verða til þess að þurfa stíga til hliðar? Hversu oft mega þeir sem veðja með fé og hag lýðsins klúðra málum án þess að þurfa taka raunverulega ábyrgð á sínum gjörðum? Eru stjórnvöld að spila fyrir rétta leikmenn?
Við verðum að spyrja okkur svona spurninga ef við ætlum nokkurntíman að geta fundið réttu svörin. Við verðum að afla okkur upplýsinga til þess að geta séð í gegnum blekkingar og spuna. Þeir sem kjósa að lifa í fáfræði án þess að skeyta um sannleikan munu alltaf lifa á einn veg eða annan inn í sjálfskapaðri blekkingu. Það er andstætt gildum forfeðra okkar að sætta sig við blekkingu, sama hversu þægileg hún kann að vera. Við verðum að vera gagnrýninn og virkja rökhyggju okkar án þess þó að það skerði sköpunarmátt ímyndunaraflsins. Íslenska þjóðin þarf að fara vakna fyrir þeim veruleika sem framundan er ef hún ætlar ekki að sofa sig í doða og sinnuleysi inn í aðstæður sem hjá mörgum verður martröð er erfitt mun reynast að vakna af. Við megum ekki ganga fram af kletti því þá munum við hrapa. Við megum ekki hleypa níðingum yfir þröskuldinn sem ákvarðar hag okkar sem þjóðar.
Sú þjóð sem lætur yfir sig ganga trekk í trekk, verður völtuð niður til lengdar. Þjóðin sjálf hefur enn tíma til þess að taka beygju í rétta átt. Það er aðeins takmarkað hversu mikið lengi hægt er að þjarma að lýðnum í landinu áður en upp úr sýður. Framundan er harður vetur hjá mörgum og mikið mun mæða á tugþúsundum heimila í okkar litla samfélagi. Framundan er prófdæmi um það hvernig samstaða þessa litla en mikla ættbálks sem býr hér Norður við skautsbauga. Nú mun brátt koma í ljós hvort Íslendingar ætli að standa saman og berjast bak í bak, heildinni til haga. Eða hvort hún hyggist hugsa aðeins um eigin hag og berjast sem eining úti í horni, ein og óstudd á vígvelli þar sem leikar eru langt frá því jafnir.
Við ráðum því sjálf hver örlög okkar verða. Við höfum vald til þess að stjórna þeim atburðarrásum sem ákvarða okkar framtíð. Í dag eru ýmsar atburðarrásir í gangi sem ekki munu leiða neitt nema eymd upp á Íslendinga. Við stöndum frammi fyrir stórum málefnum bæði hvað varðar stjórnmálalegt vald og fjárhaglegt sjálfstæði. Við þurfum virkilega að leggja hausinn í bleyti og teikna upp þær aturðarrásir sem við viljum skapa okkur. Við þurfum sem þjóð að setja okkur háleidd markmið og vinna saman til þess að ná að ganga í átt að draumum okkar. Við verðum að láta okkur dreyma til þess að geta nokkurn tíman komist á þann stað sem við eigum að fara á. Framtíð hinnar Íslensku þjóðar er björt, ef henni er stýrt í rétta átt.
Margir hugar vinna létt verk. Við höfum mikið af hæfileikaríku fólki hér í samfélaginu bæði hvað varða náttúruhæfileika auk sérhæfðrar og almennrar þekkingar. Við verðum að virkja okkar verðmætustu auðlind sem mannauðurinn er til góðra verka því mátturinn og dýrðin er okkar ef við aðeins leitum í átt að ljósinu. Við verðum að sjá okkar sönnu hæfileika til þess að geta nokkurn tíman virkjað þá. Við verðum að sjá aðstæður í réttu ljósi því annars munu við bara lifa í myrkrinu og ráfa um á villu vegar. Við verðum að búa til kort út úr vandamálinu til þess að rata í átt að þeim markmiðum sem okkur dreymir um að skapa inn í tilveruna fyrir okkur sjá sem og afkomendur okkar.
Hvaða arfleið munu núlifandi þegnar hinnar Íslensku þjóðar skilja eftir sig? Hvað mun gerast ef hún heldur sig á hnjánum og hikar mikið lengur? Hvað gerist ef við stöndum ekki upp og berjumst fyrir farsælli framtíð? Íslendingar mega ekki gefast upp, áður en hinn raunverulegi bardagi hefst. Áður en hin raunverulega kreppa skellur á svo stórum hluta þjóðarinnar sem nú liggur á hnjánum fjárhagslega særður.
Nú stöndum við frammi fyrir því að við erum kominn inn í efnahagsáætlun sem saminn hefur verið fyrir okkur auk þess sem hafið er aðlögunarferli að Evrópuveldinu. Undir er lagt dómsvald okkar, löggjafarvald og framkvæmdarvald yfir vor landsvæði og lýð. Hvað er raunverulegt frelsi? Hva' er raunverulegt fullveldi?
Ætli maður stoppi ekki bara hér í bili, þetta er orðið allt of langt og er þar með eflaust búið að missa marks, nokkrum sinnum. Þegar maður fer inn í flæði þá getur maður víst haldið áfram út í eitt. Stundum verður maður bara þó að tappa af sér á riti, við höfum enn málfrelsið og það ber að nýta til hins ýtrasta . Ritað mál er sverð nútímans á tímum internet 2.0. Vonandi fer ég ekki of oft út fyrir þráðinn hér að ofan, á það til að fara úr einu yfir í annað. Auk þess vona ég að fólk mistúlki ekki þær samlíkingar sem settar eru fram hér að ofan. Fólk á það oft til að láta ímyndunaraflið mistúlka hluti. Vonandi móðga ég engan með þessum ívið langa pistli en ef svo er, þá verður það bara að vera þar sem ég nenni ekki að lesa þetta yfir til þess að breyta því. Þetta eru bara mínar skoðanir og túlkanir á ástandinu eins og það hefur komið mér fyrir sjónir. Hér eru margar spurningar sem samfélagið verður að leita svara við. Spurningarnar eru mun fleiri. Hvort þessar spurningar sem hér eru settar fram eigi rétt á sér eður ei, mun tíminn einn leiða í ljós. Oft má satt kyrrt liggja en stundum er betra að fá tuskuna í andlitið áður en hún er bleytt. Sannleikurinn er oft súr en það er betra að taka við honum í stað þess að lifa í blekkingu...
Bloggar | Breytt 1.10.2010 kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fylgir inspired by iceland með?
Þriðjudagur, 14. september 2010
"segist bankinn hafa orðið þess áskynja að undanförnu, að mikill áhugi sé á félaginu."
Auðvitað er áhugi á þessu félagi.
Ætli inspiredbyiceland trademarkið fylgi með eða verður það selt sér?
Logoið ætti allavega að vera orðið einhvers virði í dag. Búið að henda hundruðum milljóna af almannafé í að byggja undir það traustar stoðir...
10-11 til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig væri nú að upplýsa almenning?
Föstudagur, 3. september 2010
Og hvað?
Gagnlegir fyrir hverja?
Hvað fór fram á þessum fundum?
Hvernig væri nú að hleypa þjóðinni úr myrkrinu og upplýsa hana aðeins um hvað er að gerast í þessu máli. Þetta má ekki falla í gleymsku dá.
Hver man ekki eftir því þegar það átti að samþykja klyfjarnar á þjóðina án þess að hún fengi að sjá samninginn? Ef ríkistjórnin hefði komist upp með það þá væri hún nú sátt í dag. Þá hefði hún getað velt þessum bolta svo langt á undan sér að einhver annar hefði þurft að sjá um hann eftir 7 ár.
Það er ekki hægt að líta fram hjá því að þessi ríkistjórn virðist bara gera það sem henni hentar að gera. Þangað til það fattast.
Ekkert afráðið um frekari fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Efnahagslegt hryðjuverk
Fimmtudagur, 2. september 2010
Íslendingum ber ekki skylda til þess að greiða skuldir einkabanka.
Framganga breska ríkisins sem keypti Icesave kröfurnar hefur kostað Íslenska þjóð allt of mikið.
Réttilega ættu Íslendingar að krefjast skaðabóta frá þeim sem settu hryðjuverkalög á landið.
Það var einfaldlega framið efnahagslegt hryðjuverk hér á landi.
Ef þessar klyfjar verða hlekkjaðar við íslenska þjóð til þess eins að fullnægja draumum og trú minnihluta þjóðarinnar og eins stjórnmálaafls, um innlimum í Evrópuveldið. Þá má gera ráð fyrir því að stór hluti þjóðarinnar taki því ekki þegjandi, hversu langt á þessi leikur að ganga?
Íslendingar greiði vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kannski að þessi skóli lækki "klúðurstíðni" stjórnarliða
Föstudagur, 20. ágúst 2010
Frábært mál, þarna fær ríkisvaldið smá prik.
Þrátt fyrir það að þessi ríkistjórn klúðri máli eftir máli.
Þá gera þau allavega eitthvað rétt inn á milli.
Kannski að þessi skóli lækki "klúðurstíðni" stjórnarliða
Það er náttúrulega fáránlegt að fólk sé í ábyrgðarstöðum án þess að hafa nægilega menntun til þess að sinna því starfi með sóma.
En hvernig er þetta með risaeðlurnar á þingi, sleppa þær alveg við skólann?
Starfsmenn ráðuneyta á skólabekk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)