Hvalveiðar

Hvalveiðar hafa löngum verið mikið deilumál í heiminum. Hvalveiðar eru mörgum hitamál þar sem þeir telja að hvalurinn sé æðri skeppna í hafinu, sem reyndar er góður punktur. Hvalurinn er spendýr og hefur heitt blóð, sem er frekar einstakt á mælikvarða fiska. Það geta fáir neitað því að hvalir séu tignarlegt dýr sem ber að virða.

Nú á tímum súrnandi sjávar og mikilla ofveiða tel ég eins og fleiri alger nauðsyn og í raun skylda mannsins að viðhalda jafnvægi í lífríki sjávar. 

Hvalastofninn hefur sjaldan ef nokkurn tíman verið sterkari, stofninn í kringum Íslandsstrendur verið mældur í kringum 3-400 þúsund skepnur. Einn hvalur getur étið allt upp undir eitt tonn á dag...

Allur sá áróður að Hvalveiðar skaði hvalaskoðun hefur grafið sig sjálfur. Hvaða vitleysa er það að ekki sé hægt að nýta þessa auðlind bæði til neyslu og afþreyingar? Hafið þið smakkað þetta eðal hrefnuket sem verið er að selja á þessu líka fína verði út í búð?

Ég segi veiðið hval og gefið til mæðrastyrksnefndar eða eitthvað álíka, það þyrfti ekki mikið magn til þess að fylla svanga maga bágstaddra Íslendinga í því árferði sem nú er uppi..

Íslenska þjóðin á sína tilvist sjárafurðum að þakka. Nú segja þeir hjá Evrópusambandinu að við getum gleymt því að veiða hval ef við ætlum að skrá okkur í þeirra bækur. Verði þá svo, gleymum því... 

 whale_splashdown_5085.jpg


mbl.is Viðræður runnu út í sandinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að hvalir í kringum landið væru 50-100.000. Hef engar heimildir fyrir því man bara eftir því að það hafi verið í umræðunni hér áður.

Geiri (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 13:58

2 Smámynd: Hecademus

Kannaði málið betur, þeir eru á milli 3 og 400 þúsund.

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=1471

Hecademus, 23.6.2010 kl. 15:52

3 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Heill og sæll, má ég leggja orð í belg

Þið hafið báðir rétt fyrir ykkur um fjölda dýra í hafinu, þið bara hafið ekki áttað ykkur á því.

Svo ef ég má, þá er geir að vísa(held ég) í fjölda Hrefna við Íslandsstrendur sem er áætluð um 30.000 dýr(var í fréttum fyrir nokkrum dögum) en Hecademus vísar í alla hvalastofna sem eru tæp hálf miljón

Svo er bara að skella einni hrefnu á grillið:) 45-50 sek hvor hlið og málið er dautt:D

Brynjar Þór Guðmundsson, 23.6.2010 kl. 16:04

4 identicon

30.000 talan passar kannski við mína ef talan er 50.000 af öllum tegundum.

Geiri (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband