Lántaki á ekki að taka á sig klúður fjármálafyrirtækja

Hefðir þú keypt þér bíl og tekið óverðtryggt lán á rúmlega 17% vöxtum?

Við skulum vona að Hæstiréttur hræri eitthvað í þessum dóm því það er dagsljóst að lántaki hefur orðið fyrir forsendubrest í þessu máli.  

Lántaki á ekki að taka á sig klúður fjármálafyrirtækja.

 En svona er Ísland í dag...


mbl.is Gengislánin „frumskógur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hámark 5% vextir væru eðlilegir miðað við hvað fjármálafyrirtækin eru búin að vera grimm og græða á fólki síðan eftir hrun.

Hrannar Baldursson, 24.7.2010 kl. 06:41

2 Smámynd: Einar Solheim

Hrannar - ertu að meina fjármálafyrirtækin sem eru öll svo til á hausnum? Það er nú einfaldlega þannig að fjármálafyrirtækin voru með skuldbindingar á móti lánunum í erlendum gjaldmiðlum. Það er ekki við fjármálafyrirtækin að sakast að þau ætluðust til þess að þeirra viðskiptavinir skyldu standa við gerða samninga. Ríkisstjórnin hefði hins vegar löngu átt að vera búinn að höggva á þennan hnút með almennum lánaleiðréttingum - bæði gengis- og verðtryggðum.

Einar Solheim, 24.7.2010 kl. 08:09

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Einar: fjármálafyrirtækin áttu að sýna frumkvæði í að koma til móts við viðskiptavini sína í stað þess að reyna að græða allt sem þeir gátu á sem skemmstum tíma.

  • Ríkisstjórnin hefði getað gert ýmislegt en gerði ekkert.
  • Fjármálafyrirtækin hefðu gert ýmislegt en gerðu lítið, og stundum verra en ekkert.
  • Viðskiptavinir gátu ekkert gert.

Hrannar Baldursson, 24.7.2010 kl. 08:14

4 Smámynd: Einar Solheim

Ekkert rangt í því sem þú segir - það er hins vegar mitt álit að það er ekki hlutverk bankana að "gefa" viðskiptavinum sínum peninga. Allt slíkt frumkvæði hefði þurft að koma frá stjórnvöldum - bæði til að tryggja jafnræði milli fjármálastofnana og jafnræði skuldara. Fjármálafyrirtækin hafa aðeins gert það sem flest fjármálafyrirtæki í heiminum hefðu gert, en kjarkleysi stjórnvalda hefur verið áberandi.

Einar Solheim, 24.7.2010 kl. 08:23

5 Smámynd: GH

Hverju hefði "leiðrétting" myntkörfulánanna breytt? Greinilega telur fjöldi slíkra lánþega að fullkomið réttlæti felist í því að þeir fái lán í íslenskum krónum með vöxtum sem tíðkast á erlendum mörkuðum. Þessir munu aldrei semja um neitt annað og málin fara því fyrir dómstóla. Og Hrannar, viðskiptavinirnir gerðu einmitt það sem þeir gátu -- þ.e. fóru með málið fyrir dómstóla. Þar er það og þar mun það verða leyst á endanum.

Og þeir sem núna lýsa því yfir að þeir hefðu ekki tekið lán á 16% óverðtryggðum vöxtum en tóku samt myntkörfulán á tíma þegar íslenska krónan var augljóslega alltof hátt skrifuð og þegar henni var spáð 30-50% falli, fá litla samúð frá mér. Þeir sem spila í happdrætti verða að taka áhættu og lítið þýðir að væla þegar illa fer.

GH, 24.7.2010 kl. 08:30

6 identicon

Sammála Hrannari og síðuhaldara.

Það er vissulega hlutverk lánastofnana að koma til móts við viðskiptavini sína þegar slíkur forsendubrestur verður, það hefði verið hagur allra. Enn fremur átti ríkisstjórnin að huga að lausn fyrir löngu til að fækka þeim sem stefndu í greiðsluaðlögun eða þrot. Það hefði hughreyst marga að vita af ríkisstjórn sem stóð með fólki en talaði ekki með refsivönd í hendi um flatskjái og jeppa - eins og allir sem einn væru gjörspilltir.

Eva Sól (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 09:38

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælt veri fólkið, já ríkisstjórnin er búin að fá tækifæri en notaði það ekki því ber okkur að moka út úr alþingi í haust!

Nú eru æ háværari raddi í þjóðfélaginu þess efnis að næsta stjórn verði í anda Bestaflokksins eða með öðrum orðum stjórn fyrir almenning en ekki einhverja ör fáa mafíósa!

Sigurður Haraldsson, 24.7.2010 kl. 10:24

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Lántakar hafa frá upphafi viljað leysa þetta mál með samningum. Það kom hins vegar ekki til greina af hálfu fjármögnunarfyrirtækjana. Ég bauð Lýsingu að ég tæki á mig 40% gengishrunsins og þeir 60% en fékk þau svör að samningur væri samningur og hann stæði.

Ok það var þeirra niðurstaða þá. Núna væla þeir yfir forsendubresti og vilja ekki standa við samningsvexti. Hvað með þann forsendubrest sem lántakendur hafa þurft að takast á við skiptir hann ekki neinu máli núna. 

Forsendubrestur sem er sök fjármálafyrirtækja og eigenda þeirra. Stöðutaka Existu gegn krónu er einhver gleggsta birtingarmynd þeirrar ósvífni sem viðgengst fyrir hrun. Að veðja gegn viðskiptavinum sínum ber vott um siðferðisbrest. Siðferðisbrest sem enn viðgengst hjá banka og fjármálafyrirtækjum. 

Sigurður Sigurðsson, 24.7.2010 kl. 10:25

9 Smámynd: Magnús Björgvin Sveinsson

Flott viðskiptamódelið: Fyrst lánum við þér meira en þú hefur efni á, svo skulu samningar standa, ef ekki þá setjum við þig í gjaldþrot, rukkum vini þína og ættingja. Ef það sannast að þú eigir kröfu á okkur þá förum við í gjaldþrot og gangi þér vel að innheimta eitthvað...See yaa ;-)http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/...2010/07/13/askar_oska_eftir_slitamedferd_bradabirgdastjorn_ski/

Magnús Björgvin Sveinsson, 24.7.2010 kl. 11:08

10 identicon

Og Arnfríður dómari er gift Brynjari Níelssyni, sem rekur lögmannsstofu ásamt lögmanni Lýsingar. Í öllum siðmenntuðum löndum myndi hún teljast vanhæfur dómari. Þvílíkt siðleysi !!! Ætla lántakendur að láta þetta yfir sig ganga?

Steini (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 12:35

11 identicon

Almenningur á ekki að þurfa að taka á sig klúður fjármálafyritækja og skuldara þeirra. Ef að samningsextir munu halda þá mun almenningur þurfa að borga brúsann. Mér finnst að þeir sem tóku þessi lán fái að borga brúsainn.

Bjöggi (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 14:09

12 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mínir útreikningar sýna að hafi húsnæðiseigandi tekið 20 ára gengistryggt lán fyrir 4 árum, 50/50 jen og frankar, og hafi staðið fullkomlega í skilum, þá skuldi viðkomandi lánveitanda sínum 54% til viðbótar.

Marinó G. Njálsson, 24.7.2010 kl. 14:50

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Lántaki á ekki að taka á sig klúður fjármálafyrirtækja"

Það er bara eigi relevat að tala líkt ef horft er til ísl. laga þessu viðvíkjandi.

Það að taka lán er bara gjörningur sem ísl. eru ansi hreint sterk  í leiðbeiningum um hvernig á skuli líta.  

Ísl. lög horfa bara á lántökuna - og að á lánið skuli borga vevti með eða án verðtryggingu.  Að ef lögin eru lesin þá sést að mikil ábyrgð felst í því einu að taka lán.  Þá er vikomandi einfaldlega kominn í þá stöðu að þurfa að borga lánið til baka + vesti með eða án verðtryggingar.

Það er hvergi í ísl. lögum fyrirmæli um að ekki þurfi að borga lán til að baka!   Eða aðeins hluta af því.  Hvergi.

,,Hefðir þú keypt þér bíl og tekið óverðtryggt lán á rúmlega 17% vöxtum?"

Almennt um þessa spurningu, að ef fólk tók gengistryggingu á slík lán ogað því gefnu að hið sama fólk hafi gert sér grein fyrir í hverju gengistrygging felst - þá já, fólk hefði ekki hikað við að taka þessa vexti!

Mér finnst eins og sumir tali á þann hátt, að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir í hverju gengistrygging felst.  Gengistrygging er einhver mesta hard core verðtrygging sem fyrirfinnst!  Áhættan er huge og gígantísk í íslands tilfelli.

Fólk gekk sjálkfviljugt undir eða inná þessa áhættu.  Áhættu sem þýddi að lán og afborganir gætu hækkað í einni svipan um tugi %!  Tugi % á eini nóttu jafnvel. 

Með það í huga er ekkert ólíklegt að ætla að hið sama fólk myndi hafa tekið lán uppá 17% vexti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 15:26

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,Lántaki á ekki að taka á sig klúður fjármálafyrirtækja"

Það er bara eigi relevat að tala slíkt ef horft er til ísl. laga þessu viðvíkjandi.

Það að taka lán er bara gjörningur sem ísl. lög eru ansi hreint sterk  og afgerandi  í leiðbeiningum og fyrirmælum um hvernig á skuli líta.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.7.2010 kl. 15:28

16 identicon

Þegiðu Össur...afsakið, Ómar.

runar (IP-tala skráð) 24.7.2010 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband