Sjónhverfingameistarinn
Mánudagur, 12. júlí 2010
Magnað ef sjónhverfingameistarinn ætlar að reyna hylja spor þeirra verðmæta sem hann hefur öðlast eftir að hafa mergsogið um 1000 milljarða út úr Íslenska bankakerfinu. Að gefa upp 240 milljóna eignarlista er ekkert annað en djók.

Jón hlýtur að vera með færa lögfræðinga og endurskoðendur
![]() |
Jón Ásgeir metur eignir sínar á 240 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við verðum að hrekja AGS á brott
Mánudagur, 12. júlí 2010
Þetta fólk á heiður skilið fyrir óeigingjörn störf í þágu lands og þjóðar.Þetta fólk lokar ekki augum og eyrum sínum fyrir þeirri hættu sem steðjar að okkur að tilstuðlan þessa sjóðs.
Á næstu dögum mun fólkið í landinu vonandi fá vakningu um hvaða afleiðingar vera sjóðsins getur verið fyrir Ísland og Íslendinga.
Þá mun fólk vonandi sameinast um málstaðinn og flykkjast á staðinn og mótmæla.
Það er vitað mál að eitt hatar AGS meira en allt og það eru mótmæli.
Tíminn líður, við verðum að losa okkur við efnahagsáætlun AGS
![]() |
Mótmælt við skrifstofu AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Framundan eru fráhvörf hjá mörgum
Sunnudagur, 11. júlí 2010
Jæja loks er þessi keppni að enda. Nú fara margir boltafíklarnir að rífa sig upp úr sófanum og hugsanlega stíga þeir út á næsta grasvöll til þess að brenna bjór og pítsuvömbinni sem fengið hefur að vaxa villt síðustu vikur.
Maður verður þó að styðja við bakið á þessu fólki sem hefur verið límt við skjáinn og fengið knattspyrnu beint í æð. Það hljóta að vera margir sem liggja í svita næstu daga vegna fráhvarfseinkenna.
En fyrst maður er að þessu þá verður maður að giska á úrslitinn. Skýt á 2-1 fyrir Spánverjum...
![]() |
Spánverjar heimsmeistarar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einkavæðing orkunnar
Sunnudagur, 11. júlí 2010
Hvort heldur sem er þá er einhver að ljúga.
Ekki er hægt að líta fram hjá því að þetta mál er prófsteinn fyrir það sem koma skal í einkavæðingu hreinu endurnýtanlegu orkunnar sem Íslendingar eiga ennþá.
Þessi orka verður vermætari með hverjum deginum og því sækjast margir í hana.
Hver ætli sé raunverulega á bak við þetta fyrritæki?
Þetta Magma fyrirtæki er í marga staði grunsamlegt og lyktar af skítugum skóm hringrásarvíkinga.
Maður spyr sig, myndu þessir menn ljúga svíkja og stela til þess að vænka hag sinn?
![]() |
Leiðbeindu ekki eigendum um stofnun félags |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Draumurinn hennar Ingibjargar að rætast.
Sunnudagur, 11. júlí 2010
Jahá, nú er loksins draumurinn hennar Ingibjargar að rætast. Draumur sem svo margir Samfylkingarpeyjar eiga.
Að fá að leik sér í sandkassa með stóru krökkunum.
Það verður þó að teljast frekar sérstakt í ljósi sögunnar að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna skuli velja Ingibjörgu í þetta starf í ljósi þeirra vafasömu mála sem sitja í fortíð hennar.
Við skulum vona að hún sinni þessu starfi hlutlaust en ekki eftir hentisemi áhrifavalda.
En batnandi fólki er best að lifa,
ætli við óskum henni ekki bara til hamingju þangað til annað kemur í ljós...
![]() |
Boðið að stýra rannsókn SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mikilvægar spurningar sem nú þarf að svara
Sunnudagur, 11. júlí 2010
Það er skítalykt að þessu máli,
þar sem maður finnur skítalykt getur maður bókað að einhverstaðar leynist skítur.
Af hverju ætti Magma að ljúga upp á Iðnaðarráðuneytið?
Hvaða hagsmuni hafa þeir af því að koma höggi á ríkistjórnina?
Augljóslega gera þeir sér grein fyrir því að þesskyns tilkynning myndi gera allt brjálað hér á landi og eins á ástatt er sett af stað atburðarrás sem gæti fellt ríkistjórnina.
Ef þeir eru að ljúga þá er það eitt mál, annað mál sem þarf að fara í kjölinn á er hvers vegna komust þeir upp með að fara á svig við landslög þrátt fyrir vitund Iðnaðarráðuneytis um að hér væri á ferð skúffufyrirtæki?
Hérna er augljóslega einhver að ljúga og einhver sem er ekki að standa sig í stykkinu. Hvort heldur þá höfum við ekkert með fólk eða fyrirtæki að gera sem standa í lygum, nóg er komið að því.
Þessu máli verður að fylgja eftir þar til sannleikurinn lítur dagsins ljós svo hægt sé að þrífa upp þennan ósóma. Hvort sem það þýði að samningum verði rift við Magma eða einhverjir hausar fái að fjúka í Iðnaðarráðuneytinu.
![]() |
Veitti Magma ekki ráðgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessu máli verður að fylgja eftir
Laugardagur, 10. júlí 2010
Þetta mál má ekki gleymast,
eins og svo margt annað vafasamt sem hefur fengið að viðgangast í gegnum tíðina.
Við skulum vona að þeir sem hugsa um hag Íslendinga á þingi láti þetta hneyksli ekki líðast.
Auk þess held ég að kominn sé tími á að Vinstri grænir segi sig frá þessu stjórnarsamstarfi og setji þannig Samspillinguna á bekkinn, nóg er hún búinn að skaða Ísland í bili.
Vinstri-Grænir eru samsekir öllu því sem fram fer undir formerkjum þessa stjórnarsamstarfs.
Hlustið á grasrótina, hún veit sínu viti...
![]() |
Vill fund um Magma í iðnaðarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Samspilling?
Laugardagur, 10. júlí 2010
Ef rétt reynist að Iðnaðarráðuneytið hafi leiðbeint Magma Energy hvernig fara ætti framhjá íslenskri löggjöf þá er alveg ljóst að einhverjir hausar eiga að fjúka...
Fólk kyngir ekki hverju sem er.
Maður spyr sig, er þarna Samspilling á ferð?
![]() |
Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Náið samband Jóns og Mammons
Laugardagur, 10. júlí 2010
Þar sem á aflandseyjum á hann eyri engan, þá hlýtur hann Jón okkar að eiga náið samband við Mammon. Hann virðist bara geta biðlað til peningahimna og dregið svo milljarða upp úr hattinum hvenær sem honum hentar.
Að þessu sinni til þess að greiða til baka eitthvað af því sem hann hnuplaði úr sjóðum Glitnis.
Hvað tók hann aftur mikið?
Er þetta kannski bara innborgun?
![]() |
Greiddi þrotabúinu 15 milljónir dollara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Skjaldbakan og Hérinn
Laugardagur, 10. júlí 2010
Held að þjóðin eigi nú inni töluverða lækkun á matarkörfunni.
Magnað er að sjá fyrirtækin hækka verð á matvöru eins og Hérar um leið og gengið lækkar.
Á meðan þeir eru eins og skjaldbökur í lækkunum þegar gengið hækkar.
![]() |
Matarkarfan á að lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)