Gunnar aftur í slaginn
Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Já hann ætlar ekki að gefast upp kallinn.
Á bæjarstjóratíð sinni í Kópavogi fór án efa margt vafasamt fram.
Það vilja allavega sumir meina.
Það er gott að búa í Kópavogi
Hann má þó eiga það kallinn að á hans tíð í bæjarstjórastól þá gerðust margir góðir hlutir í Kópavogi.
Hann lét hendur standa fram úr ermum.
Held að hægt sé að fullyrða að hann hugsaði um hag bæjarbúa,
auk sín og sinna...
![]() |
Gunnar til í slaginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslenska landnámshænan
Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Íslenska landnámshænan er kostulegur gripur út af fyrir sig.
Hún er talinn hafa stigið fyrst á lands með landnámsmönnum á tíundu öld, eflaust þó mun fyrr.
Ættfræðina á hún að rekja til Noregs, eins og svo stór hluti Íslendinga.
Landnáms hænana er fremur stór harðgerð og litskrúðug. Sérstök einkenni hennar virðast liggja í sérstæðum persónuleika hennar.
Ekki eru margir fuglar eftir í þessu stofn og því er allur missir harmaður.
Vonum þó að bóndinn komi tvíelfdur til leiks...
http://www.islenskarhaenur.is/
![]() |
Missti allt sitt í stórbruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í landbúnað liggja verðmætin
Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Hvernig er þetta eru ekki allir meðvitaðir fjárfestar að veðja á landbúnað í dag?
Hvaða hagfræðilögmál eru í gildi á Íslandi?
Hvar liggur forgangsröðunin þessa dagana?
Maður spyr sig...
![]() |
Kúabændur ósáttir við reglugerð um kvótamarkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþýðuhöll Íslendinga
Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Legg til að þar sem Harpan kostar Íslendinga það skatt fé sem nú er orðið,
þá verði hún gerð að Alþýðuhöll eins og Reichstag í Þýskalandi.
Að höllin verði nýtt mikið í almanaþágu til þess að Íslendingar geti m.a. notið þeirra stórfenglegu klassísku tóna sem Sinfónían Íslands leikur..
Íslendingar eiga það skilið að geta allir sem einn fengið að njóta þessa mikla mannvirkis sem nú rís.
Alþýðuhöll Íslands?
![]() |
Hærri leiga vegna Hörpu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eins manns gróði er oft annars manns tap.
Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Þar sem einn græðir virðist annar oft tapa...

![]() |
Stórgræddu á bólunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þróun heilbrigðismála
Miðvikudagur, 7. júlí 2010
Já skömm er að því að velferðarríkið Ísland skuli ekki geta haldið uppi starfsmönnum þeirra stofnana sem það nú þegar rekur á sanngjörnu kaupi.
Liggur nú við sú þróun að mikið af því hæfa fólk sem við eigum, flytur á brott erlendis eður á einkastofnanir.
Fyrir vikið mun heilbrigðisþjónustu landsmanna hraka.
Í dag er kaup heilbrigðistéttarinnar er ekki sæmandi á við þau kjör sem menntun þeirra telur á um.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rocall svæðið á milli Bretlands og Íslands
Þriðjudagur, 6. júlí 2010
Hvernig er þetta með Rockall svæðið á milli Bretlands og Íslands.
Sættumst við á það að láta Bretum eftir olíuna og gasið sem liggur á því svæði?
Væri þá ekki nær að þeir létu okkur eftir Icesave í staðinn
Ef ég man rétt þá gerðu þeir tilkall til svæðisins og ekki voru neinar mótbárur frá Íslenskum stjórnvöldum um það, þó höfum við eignarrétt á svæðinu ásamt Írum, Dönum og Færeyingum.
The United Kingdom's claims
Rockall is within the Exclusive Economic Zone (EEZ) claimed by the United Kingdom.[38][39] In 1997, the UK ratified[40] the United Nations Convention on the Law of the Sea and thus relinquished any claim to an extension of its EEZ beyond the islet. The remaining issue is the status of the continental shelf rights of surrounding ocean floor. These are the exclusive rights to exploit any resources on or under the ocean floor (oil,natural gas, etc.) and should not be confused with the EEZ, as continental shelf rights do not carry any privileges with regard to fisheries. Ownership of these rights in the Rockall area are disputed between the United Kingdom, Denmark (for the Faroe Islands), Ireland and Iceland.
![]() |
Fundu stóra olíulind í Norðursjó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vér mótmælum öll
Þriðjudagur, 6. júlí 2010
Hvetjum alla til þess að mæta á staðinn og láta í sér heyra.
Í þessu máli verðum við að standa saman, öll sem eitt.
Dómur hæstaréttar skal gilda.
Nú er komið að því að fólkið í landinu rísi úr sætum sínum og segi hug sinn.
Nú er komið að því að fólkið í landinu sýni að valdið sé sitt.
Nú er komið að því að sýna Ríkisvaldinu að það vinni fyrir lýðinn í landinu en ekki Alþjóðlega landstjóran.
Fólkið í landinu verður að sýna fram á það að ekki verði á því troðið meir.
Ef þú leyfir fanti að kúga þig einu sinni þá mun hann gera það aftur, og aftur...
Þangað til þú þekkir ekkert annað.
Nema þú standir upp og berjist fyrir rétti þínum.
Við skulum mæta öll og segja, vér mótmælum.
![]() |
Áfram mótmælt í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Holurnar hans Jóns
Mánudagur, 5. júlí 2010
Sjóræningjar grófu aldrei alla sína fjársjóði á sama stað.
Þeir grófu margar holur og dreifðu góssinu,
svo ekki væri hætta á að það tapaðist allt á einu bretti ef upp um þá kæmist..
Aldrei virðist hann Jón vanta fé þegar á reynir.
Hvað skyldi Jón Ásgeir hafa grafið margar holur?
![]() |
Borgaði 1,3 milljarða húsnæðislán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þingmaður í broddi fylkingar
Mánudagur, 5. júlí 2010
Gaman er að sjá hana Birgittu í broddi fylkingar, sú kona gengur hreint til verks og setur sig ekki ofar neinum öðrum. Þrátt fyrir að sitja á hinu háa Alþingi Íslendinga.
Verð nú samt að segja að 400 manns teljast nú varla stór hópur mótmælenda miðað við það að Seðlabanki og FME hafi gefið út stríðsyfirlýsingu á fólkið í landinu svo ég vitni í Bubba Morthens.
Allt fór fram friðsamlega í þetta sinn.
Líklega hafa þessi mótmæli þó ekki opnað eyru nokkurs manns sem einhverju í þessu landi ræður.
Seðlabankanum var læst, keyrt var á hurðina á mótorfák auk þess sem ein kona fór upp á slysó eftir vettlingatök lögreglu.
Bubbi segir byltingu framundan.
Eru þessi mótmæli aðeins byrjunin?
Mun fólk rísa upp þegar líður á Október?
![]() |
Mótmælendurnir farnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)